Page 1 of 1

Laxakassi og ís

Posted: 30 Jun 2015, 15:20
by sigurgeir
Sælir veiðimenn,

Ég er að fara í veiðitúr upp á hálendið um helgina og alltaf kemur upp sama spurningin í hópum sem ég fer með. Hvernig er með laxakassa og ís? Það hefur nú alltaf reddast einhvern veginn en nú langar mig bara að athuga hvar maður getur keypt laxakassa og ís á laugardagsmorgni á höfuðborgarsvæðinu?

Eða eru menn á því að versla slíkt á föstudagssíðdegi sé bara í góðu lagi, ísinn verði ekki allur bráðnaður seinni part mánudags?

Re: Laxakassi og ís

Posted: 01 Jul 2015, 01:48
by Öngull
Ég hélt að það væri nægur snjór á hálendinu til að ísa niður fisk.
Annars nota ég alltaf plast kælibox, þau eru svo meðfærileg og fer vel um þau í bílnum.

Re: Laxakassi og ís

Posted: 01 Jul 2015, 07:23
by dorwai
Fáið ykkur líka ísbleyjur í BYKO - það er algert möst.
Hver bleyja kostar ca 10kall og í stærri kassa þarf maður kannski 2 ~ 3.
Hægir á bráðnun íssins um 80% og skilur ekkert vatn eftir í kassanum. Bleyjan myndar svo hálfgert gel þegar bráðnun á sér stað og er bara kalt fram á næstu öld.
Alger snilld þegar farið er í lengri ferðir, t.d. á hálendið.

Re: Laxakassi og ís

Posted: 01 Jul 2015, 09:00
by sigurgeir
Já á einmitt bleiur síðan í fyrra. Alger snilld. Og já það er svo sem nægur snjór þarna þessa dagana. Spurning hvort kassi og skófla sé ekki nóg ;-)

Re: Laxakassi og ís

Posted: 02 Jul 2015, 07:20
by dorwai
Ef þú notar eingöngu kassa og skóflu ertu að berjast við fulla kassa af vatni all the time ... á meðan bleyjurnar sporna við því :) Ekkert gaman að vera alltaf að hella vatninu af til að geta mokað meiri snjó í kassann :)

Re: Laxakassi og ís

Posted: 02 Jul 2015, 07:20
by dorwai
... hlakka svo til að heyra veiðisögur af hálendinu eftir að þú kemur til baka Sigurgeir

Re: Laxakassi og ís

Posted: 02 Jul 2015, 11:22
by sigurgeir
Veiðisögurnar verða góðar því ég hef alltaf haldið í heiðri að góð saga á ekki að líða fyrir sannleikann ;-)

Re: Laxakassi og ís

Posted: 03 Jul 2015, 07:10
by dorwai
sigurgeir wrote:Veiðisögurnar verða góðar því ég hef alltaf haldið í heiðri að góð saga á ekki að líða fyrir sannleikann ;-)


LOL! :D

Re: Laxakassi og ís

Posted: 06 Jul 2015, 19:39
by einarhro
Fínt að moka snjónum í laxaslöngur. Snjórinn er líka ekki alltaf eins hreinn og hann virðist vera :)

Re: Laxakassi og ís

Posted: 08 Jul 2015, 14:18
by sigurgeir